Athugið! Vinsamlegast lesið nákvæmlega allar eftirfarandi leiðbeiningar um umbúðir, merkingar, sendingu sýna, skýrslur/svaranir og leiðbeiningar um sýnatöku/sendingar eftir sýnategundum.
Almennar leiðbeiningar vegna rannsókna á sýnum: Eingöngu er tekið við dýrum í krufningu sem framhaldi af sjúkdómsgreiningu dýralæknis. Dýralæknirinn þarf að fylla út rannsóknarbeiðni með öllum nauðsynlegum upplýsingum eins og fram kemur á rannsóknarbeiðni.
Að gefnu tilefni skal á það bent að Tilraunastöðin tekur ekki við hræjum beint frá eigendum.
- Rannsóknir á sýnum geta leitt til sértækrar sjúkdómsgreiningar.
- Rannsóknir á sýnum eru hluti af sjúkdómsgreiningaferli.
- Rannsóknir á sýnum geta útilokað grun um ákveðna sjúkdóma.
- Meta þarf niðurstöður út frá forsögu og klínískum einkennum.
- Áreiðanleiki niðurstaðna byggir á því að sýnataka sé fullnægjandi.
- Gæði sýnatöku eru undirstaða þess að mögulegt sé að greina sjúkdómsvandamál.
- Þegar send eru inn hræ eða líffæri eru gerðar nauðsynlegar viðbótarrannsóknir eftir því sem við á.
- Ef um hjarðvandamál er að ræða skal senda sýni frá fleiri en einu dýri.
Sjúkdómsgreiningar byggjast meðal annars á:
- Krufningu
- Vefjaskoðun
- Ræktun smitefnis
- Mögnun og skoðun erfðaefnis
- Blóðvatnsrannsóknum/mótefnamælingum
- Blóðefnamælingum
Hafa þarf samráð við Keldur áður en send eru sýni:
- Vegna gruns um A-sjúkdóma (tilkynningaskylda sjúkdóma t.d. miltisbrand)
- Til greiningar á hjarðvandamálum
- Til afléttingar takmarkana
- Í miklu magni
- Ef vafi leikur á hvernig sýni er best að taka skal hafa samband við Keldur
Almennar leiðbeiningar um sýnatökur og sendingar eftir sýnategundum
Riðuskimun - sýnataka og frágangur
Leiðbeiningar um blóðtöku úr minkum
Leiðbeiningar um notkun bóluefna og mótefnasermis
-Fylgiseðill: blandað bóluefni.
-Fylgiseðill: lungnapestarbóluefni.