Háskóli Íslands

Sumarexemsrannsóknir

 
 
Sumarexem er húðofnæmi í hestum orsakað af IgE miðluðum viðbrögðum. Ofnæmisvakarnir eru prótein úr bitkirtlum smámýstegunda (Culicoides spp.) sem hafa hingað til ekki verið landlægar á Íslandi. Ofnæmið er yfirdrifin Th2 miðuð ónæmissvörun með IgE framleiðslu gegn próteinum (ofnæmisvökum) sem kvenflugurnar seyta er þær sjúga blóð.
 
Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum. Ójafnvægi milli undirflokka T-eitilfruma virðist vera undirliggjandi orsök exemsins. Fjölmargir ofnæmisvakar úr smámýi hafa verið einangraðir, framleiddir og hreinsaðir. Hreinir ofnæmisvakar eru forsenda fyrir því  að þróa ofnæmisvakasérhæfða ónæmismeðferð bæði fyrirbyggjandi þ.e. bólusetningu og læknandi meðhöndlun á hrossum sem komin eru með exem.
 
Markmið verkefnisins er að þróa ónæmismeðferð eftir tveimur leiðum:
 
 
 
------
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is