Háskóli Íslands

Sumarexem (smámýsofnæmi) í hestum, staðbundin ónæmissvörun í húð

 

Doktorsnemi (med. vet.): Mareike Heimann, dýralæknir
Leiðbeinandi: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Eliane Marti
Nám hófst 2006 og lauk 2010 

Sumarexem (SE) er árstímabundið húðexem í hrossum vegna ofnæmis af gerð I gegn próteinum sem berast við bit smámýs (Culicoides spp.).

Smámý lifir ekki á Íslandi, en ofnæmið er mikið vandamál í íslenskum hestum erlendis og lýsir sér með útbrotum, kláða og bólgu.

Markmið verkefnisins var að rannsaka ífarandi hvítfrumur og boðefnatjáningu í húðútbrotum og bera saman við eðlilega húð.

Notuð var ónæmislitun og rauntíma PCR sem sett hefur verið upp fyrir kennisameindir og boðefni í hrossum. Borin borin voru saman vefjasýni úr sumarexemshestum við sýni úr heilbrigðum samanburðarhestum með sérstakri áherslu á jafnvægi milli undirflokka T-frumna Th1, Th2 og T-stjórn. Niðurstöður bentu til að ójafnvægi á milli Th2 og Tstjórn fruma einkenni sumarexem.

 

Sjá nánari niðurstöður í birtri grein. Heimann M, Janda J, Sigurdardottir OG, Svansson V, Klukowska J, von Tscharner C, Doherr M, Broström H, Andersson LS, Einarsson S, Marti E, Torsteinsdottir S. (2011)

Skin-infiltrating T cells and cytokine expression in Icelandic horses affected with insect bite hypersensitivity: A possible role for regulatory T cells.

Vet. Immunol. Immunopathol. 140, 63-74.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Dr. Eliane Marti Dýrasjúkdómastofnun Háskólans í Bern og Prof. Hans Broström Landbúnaðarháskólanum í Uppsölum, Svíþjóð.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is