Háskóli Íslands

Skimanir fyrir veirusýkingum í innfluttum hundum

Haustið 2005 greindist hestainflúensuveiran H3N8 í hundum í Bandaríkjunum. Síðan þá hefur veiran náð að smitast meðal hunda í flestum fylkjum Bandaríkjana. Mótefni gegn veirunni hafa nú einnig fundist í hundum utan Bandaríkjanna. Vegna töluverðs innflutnings á hundum til Íslands hafa dýralæknayfirvöld haft af því áhyggjur að veiran geti borist í hunda og hross hérlendis. Til þess að draga úr þeirri áhættu eru tekin pöruð sýni með 10-14 daga millibili úr öllum hundum í sóttkví og mótefni gegn veirunni mæld. Tilraunastöðin hefur séð um að halda utan um þessar rannsóknir, forvinnslu sýna og sendingar til rannsókna erlendis.
 
Árið 2009 greindist svínaflensa í fyrsta sinn í svínum hérlendis og reyndist um H1N1 afbrigði inflúensuveiru A úr mönnum að ræða (pandemic H1N1 2009).
 
Mynd: Þórður Runólfsson
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is