Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er eina dýrasjúkdómastofnun Íslands.
Hlutverk hennar skv. lögum er m.a.:
- að annast rannsóknir og þjónustu í þágu heilbrigðiseftirlits, sjúkdómsgreininga og sjúkdómsvarna fyrir búfé og önnur dýr í samstarfi við Matvælastofnun.
- að annast rannsóknir á fisksjúkdómum, sjúkdómsgreiningar á fiski, útgáfu heilbrigðisvottorða
- Enn fremur að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um allt er varðar sjúkdóma í dýrum og varnir gegn þeim.
Fisksjúkdómadeild
Greindar eru orsakir sjúkdóma í fiskum og skelfiski, bæði villtum og í eldi.
Sjúkdómsgreining felur í sér krufningu og greiningu smitefna sem herja á lagardýr, s.s. bakteríum, sníkjudýrum, sveppum og veirum. Einnig eru greindar aðrar orsakir sjúkdóma, svo sem af völdum óhagstæðra umhverfisþátta.