Háskóli Íslands

Rannsóknir á sumarexemi - móðuráhrif

Sumarexem eða smámýsofnæmi er árstíðabundið IgE mótefnamiðlað ofnæmi sem orsakað er af biti smámýs (Culicoides spp) sem lifir ekki hér á landi.

Ofnæmi orsakast af erfða- og umhverfisþáttum auk þess sem ónæmisþættir frá móður geta haft áhrif á fóstrið á meðgöngu og með móðurmjólkinni á fyrstu dögum eftir köstun. Fyrri niðurstöður bentu til að sérvirk IgE mótefni í broddmjólk hryssna gætu veitt afkvæmum þeirra vörn gegn sumarexemi seinna á ævinni. Til að kanna þetta nánar var sett upp langtímarannsókn. Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja þætti sem spáð gætu fyrir um ofnæmi. Einnig að öðlast betri skilning á óarfbundnum áhrifum frá móður og þýðingu þess að vera útsettur fyrir ofnæmisvökunum snemma á ævinni. Bornir eru saman eftirfarandi þrír árgangar folalda undan 15 merum og einum stóðhesti.

  • Folöld sem eru útsett fyrir smámýi eftir að ónæmiskerfið er þroskað. Þau voru fædd á Íslandi (2011) og síðan flutt tveggja vetra til Cornell.
  • Folöld sem eru útsett fyrir smámýi frá köstun (2012) án þess fá smámýssérvirk mótefni með broddmjólk. Mæður þeirra voru fluttar út fylfullar en voru ekki bitnar á meðgöngu.
  • Folöld sem eru útsett fyrir smámýi frá köstun (2013) en fá smámýssérvirk mótefni með broddmjólk, þ.e. eru á smámýssvæði bæði á meðgöngu og eftir köstun.

Tekin eru sýni úr broddmjólk og blóð tekið reglulega úr hryssum og folöldum þar til þau eru á fjórða vetri. Margvíslegir ónæmisþættir eru mældir og ofnæmiseinkenni skráð. Um 50% hryssanna fékk exem annað sumarið sem þær voru í Cornell. Helmingur trippanna sem flutt voru út tveggja vetra fengu líka exem á öðru sumri en einkennin voru mildari en hjá hryssunum. Verkefnið er enn í fullum gangi en sýnatöku lýkur 2016. Enn sem komið er eru aðallega komnar niðurstöður úr hryssunum. Þær sýna að margir ónæmisþættir sem tengdir hafa verið ofnæmi, eins og heildar IgE mótefnamagn, sýna árstíðabundinn breytileika og eru ekki nothæfir til að segja fyrir um ofnæmi. Heildarmarkmið verkefnisins er að finna áður óþekkta ferla í stjórnun ofnæmis og nýjar kennisameindir sem hafa forspárgildi um þróun ofnæmis áður en klínísk einkenni koma í ljós með meðferðarúrræði í huga.

Eftirfarandi íslenskir aðilar hafa styrkt og stutt verkefnið:
Icelandair, Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir, Ingólfur Helgason og Höskuldur Jensson, Sæðingastöðinni á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi, Bændasamtök Íslands, Ólafur Sigurgeirsson Kálfsstöðum og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

 

Dr. Bettina Wagner prófessor við Dýrasjúkdómadeild Cornell háskóla Íþöku, Bandaríkjunum, stýrir viðamiklu verkefni sem unnið er í samstarfi við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, og Matvælastofnun.

Með verkefninu á að reyna að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvers vegna er tíðni sumarexems mun hærri (35%) í hestum fæddum á Íslandi en í íslenskum hestum fæddum erlendis (5-10%)?

Rannsóknartilgátan er að sérvirk mótefni í broddmjólk hryssna sem bitnar hafa verið af smámýi  veiti afkvæmum sínum vörn gegn sumarexemi seinna á ævinni.

Dr. Bettina Wagner hélt fræðsluerindi að Keldum í samvinnu við GPMLS/BMC 30. Október 2014.

--------

English

Culicoides hypersensitivity (summer eczema) is a seasonal IgE-mediated allergy, induced by allergens from the salivary glands of Culicoides midges. The etiology of allergy is influenced by genetic and environmental factors. In addition, maternal acquired immune factors can act during the neonatal period and contribute to allergy predisposition. Our data suggested that maternal IgE transfer to neonatal foals can induce regulatory immune mechanisms in the offspring that may alter allergy predisposition. To identify predictors of allergy and obtain better understanding of the effects of early-in life allergen exposure and maternal non-genetic immune factors on the development of Culicoides hypersensitivity, we have established a unique, longitudinal allergy model in horses. In a collaborative project between Keldur and Cornell University, horses were acquired in Iceland and exported to Cornell. Three full-sibling groups (n=14) born in Iceland in 2011 or at Cornell in 2012 and 2013 were exposed or not to Culicoides early-in life and obtained, or did not obtain, maternal Culicoides -specific immune parameters at birth participate in the model. The allergic phenotypes are evaluated and scored until the young horses are 3.5 years of age. Multiple immunological parameters are measured monthly to identify differences in sensitization to Culicoides, antibodies and cellular immune responses. About 50% of the original mares that came from Iceland developed allergy their second summer at Cornell and similarly, 50% of the exported 3 year old horses but with milder clinical signs than the mares. The longitudinal analysis of the mare sera revealed that many known immune parameters that have been correlated with allergy, such as total IgE, show a clear seasonal variation and are not suitable as early predictors of allergy. The project is ongoing. The overall goal is to identify, yet unknown, early mechanisms of allergy regulation and novel biomarkers that predict allergy before clinical disease develops.
 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is