Háskóli Íslands

Príonarfgerðir riðuhjarða á Íslandi

Þekkt eru ákveðin set í príon próteini sauðfjár sem hafa verið tengd smitnæmi klassískrar riðu, nánar tiltekið set 136, 154 og 171. Með þau í huga, hafa rannsóknir leitt í ljós genasamsætur með mismikla verndandi eiginleika. Út frá þeim hafa arfgerðir (set 136, 154 og 171)  verið skilgreindar sem m.a. áhættuarfgerð (VRQ/VRQ), hlutlaus arfgerð (ARQ/ARQ), minnkað næmi (AHQ/AHQ) og verndandi arfgerð (ARR/ARR). Árið 2003 setti Evrópusambandið fram reglugerð þar sem að kom fram að auka ætti tíðni verndandi arfgerðar og útrýma áhættugenasamsætunni, þessu var skylt að fara eftir frá árinu 2005. Á Íslandi hefur ekki greinst verndandi arfgerð.

Stefna Íslands hefur því verið útrýma áhættugenasamsætunni með því að hætta að taka hrúta með áhættugenasamsætuna inn á sæðingarstöðvar. Einnig geta bændur látið arfgerðagreina hrútana sína en þeir eru ekki skyldugir til þess. Það hefur ekki verið skoðað hvernig til hefur tekist að útrýma áhættugenasamsætunni með þessum hætti en rannsóknarverkefnið mun kanna hvort breyting hefur orðið á dreifingu príonarfgerða í riðuhjörðum, príonarfgerð klassísk riðusýktra kinda sem sýna einkenni og hvort breyting hefur orðið á aldri klassísk riðusýktra kinda sem sýna einkenni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is