Háskóli Íslands

PKD-nýrnasýki í íslensku ferskvatni – útbreiðsla og áhrif á stofna villtra laxfiska á Íslandi

Lokaverkefni:

 

Meistaranemi: Fjóla Rut Svavarsdóttir
Umsjónakennari: Árni Kristmundsson
Leiðbeinendur: Árni Kristmundsson & Mark Freeman
Þriðji nefndarmaður: Sigurður Helgason
Lokið í júní 2016

 

PKD-nýrnasýki (Proliferative kidney disease) er alvarlegur sjúkdómur sem herjar á laxfiska. Orsakavaldur sjúkdómsins er smásætt sníkjudýr, Tetracapsuloides bryosalmonae (T.b.), en sníkjudýrið þarf tvo hýsla til að ljúka sínum lífsferli, laxfiska og mosadýr. Uppkoma sjúkdómsins er beintengd vatnshita sem þarf að ná a.m.k. 12-14°C í nokkrar vikur svo fiskur sýni sjúkdómseinkenni. Fiskur í kaldara umhverfi getur þó verið Tb-smitaður án þess að sýna einkenni sjúkdómsins. Sjúkdómseinkennin lýsa sér í miklum bólgum í nýrum fiskana og getur þetta valdið miklum afföllum.

Lífsferill tetracapsuloides bryosalmonae og áhrif sjúkdóms á laxfiska

PKD-nýrnasýki greindist fyrst á Íslandi í október 2008 og síðan þá hafa verið í gangi rannsóknir, bæði á sjúkdómsvaldinum og útbreiðslu mosadýra. Fyrir 2008 var ekkert vitað um tilvist T.b. í íslensku vistkerfi né hvort nauðsynlegir hýslar (mosadýr) væru almennt til staðar. Samkvæmt nýlegri rannsókn eru mosadýr algeng í íslensku ferskvatni og því allar forsendur til staðar fyrir sníkjudýrið að viðhalda lífsferli sínum.
Með hlýnandi veðurfari síðustu áratugi hafa líkindum skapast forsendur fyrir uppkomu sjúkdómsins. Áhugavert er að skoða hvenær þeim forsendum hefur verið náð og hvaða áhrif það hefur haft á þróun stofna laxfiska í vötnum og ám landsins, þá sérstaklega með tilliti til bleikjustofna sem mörgum hverjum hefur hnignað mikið síðustu ár.

Megin markmið verkefnisins er að afla upplýsinga um dreifingu, tíðni og alvarleika sýkinga af völdum T.b. sníkils í íslensku ferskvatni.

Verkefninu er skipt niður í nokkra verkþætti:

  1. Að rannsaka hvort T.b. finnist í laxfiskum sem veiddir voru í ýmsum vötnum á 10.áratug síðustu aldar.
  2. Að rannsaka hvort T.b. fyrirfinnist í stöðuvötnum þar sem bleikja er eini laxfiskurinn.
  3. Að rannsaka þróun T.b. smits í laxfiskum tveggja vatna þar sem bleikjustofnar hafa átt undir högg að sækja.
  4. Tilraun til þess að rækta upp mosadýr frá villtum mosadýrum.
  5. Að skoða langtímagögn um veiði laxfiska og veðurfar á sama tíma og kanna hvort samband sé þar á milli.
  6. Að aldursgreina fiska sem safnað verður í fyrri verkþáttum.
  7. Meistaraverkefnið er hluti af 3 ára verkefni sem er styrkt af Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rannís).
    Verkefnið mun auka stórlega þekkingu á áhrifum og umfangi þessa alvarlega sjúkdóms sem herjar á laxfiska á Íslandi.  Auk þessa, liggja ekki fyrir gögn um sambærilegar rannsóknir á svo norðlægum slóðum. Rannsókninni veitir því mikilvægar upplýsingar um PKD-nýrnasýki, bæði fyrir Ísland og alþjóðasamfélagið, nú á tímum hnattrænnar hlýnunar. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst einnig í aukinni greiningarhæfni á Íslandi á þessum sjúkdómsvaldi með uppsetningu og notkun sértækra aðferða.

 

--------

 

Proliferative Kidney Disease (PKD) in Icelandic freshwater – distribution and affect on wild salmonid population in Iceland

Proliferative kidney disease (PKD) is a serious disease of salmonids caused by a myxozoan parasite, Tetracapsuloides bryosalmonae (T.b). The disease causes extensive renal swelling and can cause heavy mortality to affected fish. The causative agent, T.b. has a complex life cycle where its intermediate hosts are freshwater bryozoans.
The disease was first identified in Iceland in Lake Ellidavatn in 2008. Since then, studies on the geographic distribution of T.b. and the effect of the disease on wild populations of salmonids in Iceland have been ongoing. The disease is temperature dependant and only emerges when water temperature exceeds approximately 12-14°C for several weeks. Paralleled with increasing water temperature over the last decades, populations of Arctic charr have severely declined in many lowland lakes in Iceland.
This M.Sc. research is a part of a bigger research at Keldur. Its main goal is to gain information on distribution and prevalence of T.b. infections in salmonids in Icelandic freshwater.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is