Háskóli Íslands

Ónæmissvar í kjölfar bólusetningar gegn sumarexemi í hestum

Markmið verkefnisins er að meta mótefna- og boðefnasvörun í hrossum sem bólusett hafa verið með hreinsuðum ofnæmisvökum í ónæmisglæði gegn sumarexemi. Fjórir enduraðaðir aðalofnæmisvakar verða tjáðir í skordýrafrumum og þeir ásamt fimm aðalofnæmisvökum til viðbótar hreinsaðir fyrir notkun í ónæmisprófum. Tuttugu og sjö hestar verða bólusettir þrisvar sinnum með fjögurra vikna millibili og fluttir út á flugusvæði í kjölfarið. Sýni úr þessum hestum verða tekin reglulega og prófuð til að meta árangur bólusetningar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is