Háskóli Íslands

Ónæmismeðferð gegn sumarexemi í hestum: Samanburður á endurröðuðum ofnæmisvökum úr mismunandi tjáningarkerfum

Sæmundur Bjarni Kristínarson
Lokaverkefni:
 
Meistaranemi: Sæmundur Bjarni Kristínarson
 
Umsjónakennari: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
Leiðbeinendur: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir  og Vilhjálmur Svansson 
Þriðji nefndarmaður: Þorkell Guðjónsson
Lokið maí 2017
 
Sumarexem er ofnæmi í hestum, orsakað af ofnæmisvökum úr biti smámýs (Culicoides spp.). Exemið lýsir sér í útbrotum og kláða sérstaklega í fax- og taglrótum og ef ekkert er að gert, sáramyndun og sýkingu í sárunum. Smámý lifir ekki á Íslandi en hestar sem fluttir eru út fá exemið í mjög hárri tíðni. Tólf ofnæmisvakar upprunnir úr bitkirtlum flugnanna, hafa verið einangraðir aðallega úr tveimur Culicoides tegundum C. nubeculosus sem er ræktuð á rannsóknarstofu og C. obsoletus sem er algengasta smámýstegundin í Evrópu. Próteinin hafa verið tjáð í E. coli og nokkur þeirra í skordýrafrumum. Ferill sjúkdómsins og ónæmissvarið hefur verið skilgreint sem ónæmissvar á Th2 braut með framleiðslu á IgE og sett hafa verið upp viðeigandi próf. Þetta er undirstaða þess að þróa ónæmismeðferð þ.e.a.s. bólusetningu sem forvörn og afnæmingu sem lækningu. Með ónæmismeðferð ætti að vera hægt að beina svari gegn ofnæmisvökunum á Th1 braut, efla T-stýrifrumur og koma í veg fyrir bólguviðbrögð. Sýnt hefur verið fram á að bólusetning í eitla með hreinsuðum ofnæmisvökum í blöndu af alum/MPLA glæðum ræsir öflugt svar gegn vökunum á Th1 braut. Við áframhaldandi þróun ónæmismeðferðar þarf að finna ofnæmisvakana sem flestir sumarexemshestar svara á. Til þess og einnig til að meta árangur meðferðar er mikilvægt að hafa hreinsaða ofnæmisvaka úr öðrum tjáningarkerfum en bakteríum.

Sumarexemsútbrot

 
Markmið verkefnisins:
  1. Hreinsa tólf ofnæmisvaka, sex úr C. nubeculosus og sex úr C. obsoletus sem framleiddir eru í skordýrafrumum. Níu þeirra hafa verið tjáðir í skordýrafrumum en þrír verða klónaðir og tjáðir með baculoveirukerfi. Einnig verður einn ofnæmisvaki úr byggi hreinsaður. Vakarnir verða notaðir til að kortleggja ofnæmissvörun sumarexemshesta með örflögum svo hægt sé að ákvarða aðalofnæmisvaka fyrir bólusetningar og til að prófa sumarexemshesta sem á að afnæma.
  2.  Tveir ofnæmisvakar framleiddir í E. coli, skordýrafrumum og byggi verða bornir saman í ónæmisprófum. 

 

----------

 

Development of immunotherapy for insect bite hypersensitivity of horses:
Comparison of recombinant allergens from different expression systems
M.Sc. project of Sæmundur Bjarni Kristínarson, B.Sc.
Started September 2015 
 
Insect bite hypersensitivity (IBH) is a recurrent seasonal allergic dermatitis of horses based on an IgE-mediated reaction to biting flies of the genus Culicoides. Although all breeds of horses can be affected, this condition is especially prevalent in horses born in Iceland and exported to the continent. We have isolated and produced the initiating allergens. Our results on the immune response causing IBH indicate that there is an imbalance between Th1, Th2 and T regulatory cells. It should therefore be possible to rebalance the T cell response and restraint the inflammatory mechanisms. With vaccination experiments using purified allergens we have established an injection method and adjuvants that are promising for designing an immunotherapy challenge experiment.
We also need to decide which are the most important allergens for that purpose. The aim of the project is to purify twelve allergens from insect cells. Together with the corresponding E. coli produced allergens these proteins will be used to map the allergic response of a large panel of horses with insect bite hypersensitivity in a protein microarray. Two allergens purified from three different expression system will also be compared for use in immunological tests to evaluate the benefit of vaccination. 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is