Til að sendingar komist hratt og örugglega til skila þarf að merkja þær rétt.
Sendingar til Keldna skal merkja á eftirfarandi hátt:
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
Keldnavegi 3
112 Reykjavík
Deild og nafn viðtakanda
Nafn og heimilisfang sendanda
Tegund sýnis
Sýnið sjálft þarf að merkja vel.
Ef um mörg sýni er að ræða þarf að merkja hvert sýni með einstaklingsmerkingum.
Rannsóknarbeiðni þarf alltaf að fylgja með sýni.