Háskóli Íslands

Líf- eða lífeindafræðingur - Keldum

Á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er starf líf- eða lífeindafræðings laust til umsóknar.
 
Starfssvið:
Sérhæfð rannsóknastörf á sviði sameindalíffræði; greiningar smitsjúkdóma í fiski.
 
Hæfniskröfur:
Líffræði, lífeindafræði eða önnur sambærileg menntun.
Reynsla af rannsóknastörfum.
Góð tölvukunnátta.
Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.
 
Um er að ræða 80-100% starf og þarf umsækjandi  að geta hafið störf sem fyrst.
Unnið er samkvæmt vottuðu gæðakerfi Tilraunastöðvarinnar.
 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið. Við ráðningu í störf við Tilraunastöðina er tekið mið af jafnréttisstefnu Keldna.
 
Nánari upplýsingar veitir Árni Kristmundsson (sími 5855100, netfang arnik@hi.is).
Umsókn og ferilskrá sendist framkvæmdastjóra Keldna fyrir 15.8.2017 (netfang helgihe@hi.is). 
Öllum umsóknum verður svarað. 
 
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun með margþætta starfsemi.
Stofnunin sinnir grunn- og þjónusturannsóknum í líf- og læknisfræði dýra og manna. 
Tilraunastöðin sinnir einnig þjónustu vegna heilbrigðiseftirlits í dýrum og eftirlits með búvöruframleiðslu.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is