Sýnataka og frágangur sýna vegna riðuskimunar:

  1. Takið sýni úr bæði mænukylfu (obex) og litla heila (cerebellum). Ath.  Matvælastofnun  hefur sent nánari leiðbeiningar um sýnatökur  til héraðsdýralækna.
  2. Látið sýnið í glasið ásamt eyrnamerkinu.
  3. Ef ekkert eyrnamerki er þá þarf að skrifa bæjarnúmerið á lokið á glasinu.
  4. Safnið öllum sýnaglösum frá sama bæ í plastpoka, lokið honum tryggilega, setjið síðan annan glæran plastpoka utanyfir og ofan í hann miða með upplýsingum um búið og fjölda sýna, sjá meðfylgjandi (látið letrið á miðanum snúa út).
  5. Frystið sýnin.
  6. Setjið sýnin í frauðplastkassa ásamt lista yfir þau sýni sem eru í kassanum.
  7. Merkið kassann með eftirfarandi hætti:

Tilraunastöð HÍ að Keldum,
v/Vesturlandsveg
112 Reykjavík

FRYSTIVARA
v/riðuskimunar

 

Mikilvægt er að farið sé nákvæmlega eftir leiðbeiningum.

  1. Af almennum hreinlætisástæðum
  2. Af tillitssemi við flutningsaðila
  3. Til að hindra hugsanlega mengun / dreifingu á smitefni

 

Share