Hræ – sendist fersk þegar um er að ræða alvarlega sjúkdóma eða dauðsföll
Fleiri dýr – sendist þegar um sjúkdómsvandamál í minni hjarðdýrum er að ræða (fiðurfé/loðdýr)
Krufning á staðnum – senda líffæri (fersk) og vefjasýni úr líffærum (4-5 mm þykk, hert í 10% formalíni)
Vefjasýni – skal taka þar sem heilbrigður og sjúkur vefur mætast
Minni vefjasýni úr líffærum eru skorin í 0.5 cm þykkar sneiðar (<= 2 cm þvermál)
Stór vefjasýni (æxli, líffæri úr smádýrum) eru skorin upp til að formalín komist inn í miðju
Vefjasýni eru lögð í 10% formalín í hlutfalli 1:10 (vefur:formalín)
Uppskrift - 10% formalíni í dúa (buffer):
100 ml Formaldehyd 37%
900 ml kranavatn
8,15 g Na2HPO4*2H2O (diNatriumhydrogenphosphat-Dihydrat) (eða 6,5 g Na2HPO4*H2O)
4,5 g NaH2PO4*2H2O (Natriumdihydrogenphosphat-Dihydrat) (eða 4,0 g NaH2PO4*H2O)
Innpökkun á hræjum og líffærum:
Þerrandi efni/pappír (ríkulega)
Plastpoki (tvöföld pakkning)
Slitþolin ytri pakkning (pappakassi/plastkassi)
Innpökkun á vefjasýnum:
Þétt plastílát fyrir sýni í formalíni (sýni þarf að geta flotið frjálst í íláti)
Plastoki
Mikilvægt er að farið sé nákvæmlega eftir leiðbeiningum.
- Af almennum hreinlætisástæðum
- Af tillitssemi við flutningsaðila
- Til að hindra hugsanlega mengun / dreifingu á smitefni