Klippið með beittri töng eða stórum naglaskærum framan af nögl (sjá mynd), berið annan enda hárpípunnar að blóðdropanum og fyllið að ¾. Kíttið í annan enda pípunnar og látið þann endann snúa niður í plasthylkjunum.
Áður en blóðsýnin eru prófuð eru þau látin í skilvindu til að aðskilja blóðfrumur og blóðvökva. Sé ekki nægilega vel kíttað í pípuendana rennur allt blóðið úr pípunni og fer forgörðum. Hentugasta aðferðin til þess að kítta í pípuendana er sem hér segir: Látið leirklumpinn standa á borði, ágætt að hnoða hann aðeins áður. Þrýstið síðan öðrum enda pípunnar niður í leirinn, gjarnan nokkrum sinnum eða þar til u.þ.b. 5mm lag hefur komist inn í pípuna.