Háskóli Íslands

Hrossaútflutningur og sumarexem

Árið 2011 var talið að u.þ.b. 230.000 þúsund hross af íslensku kyni sé að finna víðsvegar um heim, flest í Vestur-Evrópu en þriðjungur stofnsins er á Íslandi. Útflutningur hefur verið umtalsverður alla tíð frá 1850. Þannig voru um 150.000 hross flutt út á tímabilinu 1850-1949 og þá flest til Bretlands (Björnsson and Sveinsson, 2004).

Eftir 1950 hefur fjöldi útfluttra hrossa verið breytilegur en eftir hitasóttarfaraldurinn 1998-99 dró töluvert úr útflutningi miðað við árin þar á undan. Frá árinu 2000 hefur árlegur útflutningur verið 1050 -1500 hross á ári eða mun færri en þegar best lét. Til þess ber þó að líta að meðalverð útfluttra hrossa hefur farið hækkandi og 2012 voru flutt út 1197 hross fyrir tæpann milljarð.

Ástæður samdráttar í útflutningi eru sjálfsagt margar en líklegt er að sumarexem vegi þar þungt. Talið er öruggara að kaupa hesta sem fæddir eru úti en þá sem fæddir eru hér. Það eru því grundvallarhagsmunir fyrir markaðssókn í útflutningi á íslenska hestinum að þróa meðferð og forvörn gegn sumarexemi.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is