Háskóli Íslands

Hafið samband

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum leggur áherslu á góða og örugga þjónustu og gott samband við viðskiptavini.
Til að tryggja gæði rannsókna er beitt faggiltum prófunaraðferðum og unnið eftir gæðakerfi sem byggir á faggildingarstaðlinum ISL ISO 17025:2005.
 
Árlega fer fram „innri rýni“ á  gæðakerfi stofnunarinnar til að tryggja að allar kröfur gæðastaðalsins séu uppfylltar.
Sérstök áhersla er lögð á góð samskipti við viðskiptavini og að þeir hafi greiðan aðgang að Tilraunastöðinni.
 
Tilraunastöð H.Í. í meinafræði að Keldum hvetur viðskiptavini sína eindregið til að hafa samband við stofnunina með því að senda tölvupóst á netfangið postur@keldur.is, ef frekari upplýsinga er þörf.
 
Ennfremur má koma þar á framfæri ábendingum eða athugasemdum um annað sem betur má fara vegna þjónusturannsókna Tilraunastöðvarinnar.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is