Háskóli Íslands

Guðmundur Georgsson (1932 - 2010)

Guðmundur Georgsson, fyrrverandi forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, lést þann 13. júní 2010 á 79. aldursári.

Guðmundur var fæddur í Reykjavík 11. janúar 1932. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952, lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1960, doktorsprófi frá Háskólanum í Bonn 1966, og fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í meinafræði 1967.

Guðmundur var aðstoðarlæknir á Landspítalanum 1960-61, héraðslæknir 1961, aðstoðarlæknir við meinafræðideild Háskóla Íslands 1962-63, stundaði sérfræðinám og var síðar aðstoðarlæknir í meinafræði við Háskólann í Bonn 1963-68, sérfræðingur í líffærameinafræði við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum 1968-94, forstöðumaður við sömu stofnun og jafnframt prófessor við læknadeild Háskóla Íslands 1994-2001. Jafnframt stundaði Guðmundur talsverða kennslu á sínu sérsviði við Háskóla Íslands.

Guðmundur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var mikilvirkur og eftir hann liggur mikill fjöldi vísindagreina.

Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Örbrún Halldórsdóttir. Börn þeirra eru fjögur.

 

Curriculum vitae (PDF,174kb)

 Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is