Háskóli Íslands

Nýir starfsmenn á Keldum

 
Tveir dýralæknar hófu störf á Keldum í byrjun maí.  
 
Anna Karen Sigurðardóttir mun starfa á meinafræðideild við greiningar á dýrasjúkdómum og sérhæfa sig í dýrameinafræði. 
Hún er að ljúka doktorsprófi við Háskóla Íslands í líf- og læknavísindum  
 
Elísabet Hrönn Fjóludóttir er fráfarandi héraðsdýralæknir Vesturumdæmis. Hún mun sinna rannsóknum og ráðgjöf tengdum ónæmi gegn sníkjudýralyfjum. 
Um nýtt starf er að ræða tengt aðgerðum sjávarútvegs/landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra til að draga úr útbreiðslu sýklayfjaónæmis hér á landi. 
 
Þær eru boðnar velkomnar til starfa.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is