Háskóli Íslands

Laust starf á Keldum - Sérfræðingur í ónæmisfræði

Sérfræðingur í ónæmisfræði - Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum 
 
Laust er til umsóknar fullt starf ónæmisfræðings með áherslu á grunnrannsóknir á sjúkdómum í dýrum (veterinary immunology) á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun sem tengist læknadeild en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Starfsemin er fjölþætt og aðferðum margra fræðigreina er beitt í rannsóknum og þjónustu.  Upplýsingar um hlutverk Keldna er að finna á www.keldur.is. Hlutverkið er tilgreint með lögum nr. 67/1990 og lögum nr. 50/1986.
 
Starfið felur í sér grunnrannsóknir í ónæmisfræði tengdum sjúkdómum í dýrum (veterinary immunology), öflun rannsóknarstyrkja og leiðbeiningu framhaldsnema. Einnig aðkomu að þjónustu og ráðgjöf á fagsviðinu.
 
Menntunar- og hæfniskröfur: 
• Doktorspróf á sviði ónæmisfræði. 
• Rannsóknarvirkni á fræðasviðinu eftir doktorspróf.
 
Reynsla af rannsóknarvinnu á ónæmisfræði búfjár er æskileg. Við ráðningu verður horft til þess að umsækjendur falli sem best að aðstæðum og þörfum Tilraunastöðvarinnar.
 
Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2020
 
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið um leið og lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna fjalla.
 
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Ingvarsson forstöðumaður Keldna (sími 5855123, netfang: siguring@hi.is)
 
Umsóknir um starfið skulu sendar til Baldvins M. Zarioh, verkefnastjóra á vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands, á netfangið bmz@hi.is.
 
Umsóknum skulu  fylgja vottorð um námsferil, störf, ritaskrá, skýrsla um vísindastörf og önnur störf sem umsækjandi hefur unnið sem og greinargerð um rannsóknaáherslur og framtíðarsýn ef til ráðningar kemur. Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi skal eingöngu senda þessi ritverk sín með umsókn, eða vísa til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal umsækjendi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Einnig skal umsækjandi láta fylgja upplýsingar um tvo umsagnaraðila.
 
Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
 
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi hlutaðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.
 
Við ráðningu í störf við Tilraunastöðina er farið eftir jafnréttisstefnu Keldna. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is