Háskóli Íslands

Samningar fyrir íslenska hestinn undirritaðir

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað samning við félag Hrossabænda, Landsamband hestamannafélaga, Félag tamningamanna og Íslandsstofu um áframhald markaðsverkefnisins Horses of Iceland, til kynningar á íslenska hestinum. Við sama tilefni undirritaði ráðherra samning við Félag hrossabænda og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum um prófun á forvarnarbóluefni gegn sumarexemi í útfluttum hrossum.

Sjá má nánari umjöllun um þetta á heimasíðu vef Stjórnarráðsins, sjá hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is