Háskóli Íslands

Sumarexemsrannsóknir - hestar bólusettir gegn sumarexemi fluttir til Sviss

Undanfarin 20 ár hefur verið unnið að því á Keldum ásamt með samstarfsaðilum að þróa bóluefni gegn sumarexemi í hestum. Mánudaginn 16. mars voru sendir úr landi 27 bólusettir hestar sem taka þátt í svokallaðri áskorunartilraun. Hestarnir verða hafðir á flugusvæðum í Sviss næstu þrjú ár og kannað hvort að bólusetningin ver þá gegn sumarexemi. 
 
Fjallað var um áfangann hjá Horses of Iceland  sjá nánar: https://www.horsesoficeland.is/is/um-verkefnid/frettir/timamot-hross-bol...
 
Sjá einnig frétt RÚV um verkefnið 21. mars 2020. 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is