Háskóli Íslands

Auðna Tæknitorg og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum gera samstarfssamning.

Auðna Tæknitorg og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafa gert samstarfssamning. Á myndinni, sem tekin er undiskrift samningsins eru Sigurður Ingvarsson forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar og Einar Mäntylä framkvæmdastjóri Auðnu Tæknitorgs. Auðna Tæknitorg aðstoðar vísindasamfélagið við að skila uppfinningum og hagnýtanlegum rannsóknarniðurstöðum til samfélagsins í formi lausna,  verðmætasköpunar og aukinnar samkeppnishæfni. Auðna Tæknitorg sinnir tækni- og þekkingaryfirfærslu fyrir alla háskóla landsins og helstu opinberu rannsóknastofnanir. Markmiðið er að styðja íslenskt vísindasamfélag með ráðum og dáð þegar kemur að hugverkavernd, greiningu á markaðs- og hugverkalandslagi, tengja uppfinningar og vænleg nýsköpunarverkefni við fjárfesta og atvinnulíf og aðstoða við sprotafyrirtækjamyndun. Auðna Tæknitorg vill stuðla að auknum samfélagslegum áhrifum og verðmætasköpun vísinda og tækni úr íslensku vísindasamfélagi, bæði á Íslandi og úti í heimi.

MYND/Karl Skírnisson

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is