Háskóli Íslands

Keldur á Vísindavöku Rannís 2019

Vísindavaka Rannís fór fram laugardaginn 28. september í Laugardalshöll milli kl 15-20. Keldur var með bás á sýningunni þar sem gestir gátu kynnt sér starfsemi stofnunarinnar á veggspjöldum, myndbandaformi og með samtölum við starfsmenn stofnunarinnar. Einnig var hægt að skoða sýni í smásjá og víðsjá, auk þess sem til sýnis voru ýmis sníkjudýr. Margir gestir Vísindavökunnar lögðu leið sína á básinn, jafnt ungir sem aldnir.

Skiplagning á framlagi Keldna í ár var í höndum Helga S. Helgasonar, Guðnýar Rutar Pálsdóttur, Hrólfs Smára Péturssonar og Birkis Þórs Bragasonar.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Keldnabásinn. Á myndinni eru (frá vinstri): Heiða Sigurðardóttir, Hrólfur Smári Pétursson, Guðný Rut Pálsdóttir, Þórunn Sóley Björnsdóttir, Birkir Þór Bragason og Samuel Casás Casal. Myndataka: Vala Friðriksdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is