Háskóli Íslands

Laust starf dýralæknis á sníkjudýrafræðideild

Á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er starf dýralæknis laust til umsóknar.

Starfssvið

 • Vinna tengd rannsóknum á ónæmi gegn sníkjudýralyfjum á íslandi
  • Rannsóknir á útbreiðslu sníkjudýra í búfé
  • Rannsóknir á útbreiðslu sníkjudýra í gæludýrum
  • Prófanir á næmi sníkjudýra fyrir lyfjum
  • Þróun og innleiðing á nýjum aðferðim við skimun á sníkjudýralyfjaónæmi
 • Ráðgjöf og leiðbeiningar til dýralækna um ávísun og notkun sníkjudýralyfja hjá dýrum
 • Vinna við að semja og koma á framfæri leiðbeiningum um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sníkjudýrasmiti

 

Hæfniskröfur:

 • Embættispróf í dýralækningum
 • Þekking og reynsla á sviði sníkjudýrafræði og lyfjaónæmis
 • Reynsla af rannsóknastörfum og teymisvinnu
 • Reynsla af stjórnsýslu
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
 • Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum

 

Um nýtt starf er að ræða tengt aðgerðum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Mikilvægur hluti starfsins er samstarf við Matvælastofnun, erlendar systurstofnanir Keldna og eftirlitsstofnanir. Einnig er gert ráð fyrir þátt í samvinnu við erlenda rannsóknahópa á sviðinu.

 

Reiknað er með að dýralæknir sem ráðinn verður sæki námskeið og þjálfun erlendis ef þörf er á.

Gert er ráð fyrir fullu starfi og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

 

Nánari upplýsingar veita Vala Friðriksdóttir (netfang valaf@hi.is) og Charlotta Oddsdóttir (netfang charlotta@hi.is), sími 5855100.

Umsókn og ferilskrá ásamt upplýsingum um umsagnaraðila sendist á netfangið keldurstarf@hi.is merkt dýralæknir-sníkjudýr-2019. Umsóknarfrestur er til og með 07.10.2019. Öllum umsóknum verður svarað.

 

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið.Við ráðningu í störf við Tilraunastöðina er tekið mið af jafnréttisstefnu Keldna.

 

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun sem sinnir grunn- og þjónusturannsóknum á sviði dýraheilbrigðis. Upplýsingar um starfsemi Keldna er að finna á www.keldur.is

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is