Háskóli Íslands

Samningur milli Íslands og EFSA um rannsóknir á sýklalyfjaónæmi

Fulltrúar Matís, Keldna, Matvælastofnunar og EFSA við undirritun samnings um rannsóknir á sýklalyfjaónæmi fyrr í dag. „Nýleg viðhorfskönnun EFSA sýnir að helstu áhyggjur evrópskra neytenda eru sýklalyf í matvælum. Það gleður mig að EFSA og Matvælastofnun hafi ákveðið að sameina krafta sína í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, sem er ein helsta ógn sem við stöndum frammi fyrir í dag. Styrkur EFSA, sem nemur 8,5 milljónum króna, mun styðja við vísindarannsóknir og vera hlekkur í sameiginlegu átaki gegn sýklalyfjaónæmi á heimsvísu.“ – Bernhard Url, forstjóri EFSA

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu MAST

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is