Háskóli Íslands

Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar um sýklalyfjaónæmi haldinn á Keldum

Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund á Keldum í dag kl. 13:30 þar sem kynntar voru aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Á blaðamannafundinum voru  Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Nánari upplýsingar um efni blaðamannafundarins má finna á heimsíðu Stjórnarráðs Íslands.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is