Háskóli Íslands

Önnur grein ársins í Icelandic Agricultural Sciences (IAS) er komin út

Grein númer tvö í hefti 32/2019 var að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Greinina má nálgast hér:  http://ias.is/wp-content/uploads/2019/04/Effects-of-reduced-water-availability-and-insecticide-on-damage.pdf

Greinin, Effects of reduced water availability and insecticide on damage caused by cabbage root fly larvae, er eftir þau Abdul-Salam Mahamud Baba, Isabel C Barrio og Guðmund Halldórsson.

Greinin fjallar um tilraun þar sem könnuð voru áhrif úrkomu á vaxtartap blómkáls af völdum kálflugulirfa. Í helmingi tilraunareita var líkt eftir þurrkum með því að breiða plastdúk yfir reiti og í hinum helmingi reita var úrkoma aukin með vökvun. Helmingur reita af hvorri rakameðferð var varinn gegn kálflugu með skordýraeitri. Marktækt fleiri kálflugulirfur fundust á rótum blómkáls í reitum þar sem líkt var eftir þurrki  en í reitum með aukinni úrkomu. Nær engar lirfur fundust í reitum þar sem eitrað var gegn kálflugu.  Uppskera var mest í reitum þar sem kálflugulirfum var eytt. Á óvart kom að uppskera var meiri í reitum þar sem var líkt eftir þurrkum en í reitum með aukinni úrkomu, hugsanlega vegna áhrifa plastyfirbreiðslna á vöxt.

Það er langt síðan vísindagrein hefur birst um garðrækt og hér er skemmtilegt innlegg sem minnir okkur á mikilvægi þessarar greinar og að rannsóknir á þessu sviði eru bráðnauðsynlegar.

Þorsteinn Guðmundsson
ritstjóri IAS

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is