Háskóli Íslands

Samskipti við viðskiptavini

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum leggur áherslu á góða og örugga þjónustu og gott samband við viðskiptavini sína.
Til að tryggja gæði rannsókna er beitt faggiltum prófunaraðferðum og unnið eftir gæðakerfi sem byggir á alþjóðlega faggildingarstaðlinum ISO 17025.
 
Í gæðastaðlinum er sérstök áhersla lögð á góð samskipti og greiðan aðgang viðskiptavina að Tilraunastöðinni.
 
Viðskiptavinum er því bent á að senda tölvupóst á netfangið postur@keldur.is til að koma á framfæri fyrirspurnum, athugasemdum og/eða kvörtunum, eða hafa samband í síma 585 5100.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is