Háskóli Íslands

Ný stjórn Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

Stjórn Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum 1. janúar 2019 – 31. desember 2022.

Háskólaráð skipar fimm menn í stjórn tilraunastöðvarinnar til fjögurra ára í senn, skv. 3. gr. laga nr. 67/1990. Læknadeild Háskóla Íslands tilnefnir einn, raunvísindadeild* einn og sá ráðherra er fer með málefni er varða heilbrigði dýra og varnir gegn dýrasjúkdómum  tvo og skal annar þeirra vera úr hópi starfsmanna. Fundur starfsmanna stofnunarinnar tilnefnir einn fulltrúa. Fulltrúi læknadeildar eða raunvísindadeildar skal vera formaður stjórnar samkvæmt ákvörðun háskólaráðs. Forseti læknadeildar eða staðgengill hans er málsvari tilraunastöðvarinnar á fundum háskólaráðs.
* Skv. breyttu skipulagi HÍ frá 2008 tilnefnir raunvísindadeild fulltrúa úr líf- og umhverfisvísindadeild.

Á fundi háskólaráðs 7. desember 2018 voru fulltrúar háskólans samþykktir og rektor falið að ganga frá skipun er borist hefðu tilnefningar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.  

Stjórnin er þannig skipuð frá 1. janúar 2019 – 31. desember 2022:

Karl G. Kristinsson, prófessor, tilnefndur af Læknadeild, formaður
Zophonías Oddur Jónsson, prófessor, tilnefndur af Raunvísindadeild/Líf- og umhverfisvísindadeild
Heiða Sigurðardóttir lífeindafræðingur M.Sc., tilnefnd af starfsmönnum tilraunastöðvarinnar
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is