Háskóli Íslands

Vel heppnuð Spekigleði á Keldum

Dagana 5. og 6. október 2018 var haldin árleg spekigleði GPMLS (graduate program in molecular life sciences) framhaldsnámsprógrammsins, að þessu sinni á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Dr. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir var í gestgjafahlutverki og sá um að kynna starfsemina á Keldum.

Alls kynntu tíu framhaldsnemar í lífvísindum verkefni sín með örerindum og höfðu sér til stuðnings hvíta tússtöflu. Miklar umræður og fyrirspurnir spunnust í kringum verkefnin. Dr. Eiríkur Sigurðsson, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík, sagði frá starfsferli sínum að loknu framhaldsnámi. Sérstakur gestafyrirlesari var Dr. Gundula Bosch forstöðumaður mistöðvar doktorsnáms við John Hopkins Háskóla. Dr. Helga Ögmundsdóttir ræddi framtíðahorfur framaldsnáms og Dr. Ingibjörg Harðardóttir, Dr. Margrét Helga Ögmundsdóttir og Dr. Arnar Pálsson fóru yfir núverandi stöðu. Umræður voru líflegar og endaði spekigleðin á pallborðsumræðum ofangreindra auk Dr. Guðmundar Hrafns Guðmundssonar og Dr. Ernu Magnúsdóttur, undir styrkri stjórn Dr. Eiríks Steingrímssonar.

Dr. Guðrún Valdimarsdóttir hélt utan um skipulagningu spekigleðinnar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is