Háskóli Íslands

Laust starf til umsóknar - Verkefnastjóri á skrifstofu

Á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er starf vekefnastjóra á skrifstofu laust til umsóknar. Sjá auglýsingu á Starfarorgi.is
 
Helstu verkefni eru:
  • Vinna við fjárhags- og viðskiptamannabókhald
  • Ýmis verkefni tengd starfsmannahaldi
  • Ýmis önnur verkefni
 
Menntunar-  og hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun
  • Æskileg þekking á Oracle fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins
  • Gott vald á upplýsingatækni
  • Mjög gott vald á Excel
  • Faglegur metnaður, nákvæmni og öguð vinnubrögð
  • Lipurð, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
 
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið. Við ráðningu í störf við Tilraunastöðina er tekið mið af jafnréttisstefnu Keldna.
Um fullt starf er að ræða og æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
 
Nánari upplýsingar veitir Helgi Helgason (sími 5855120).
Umsókn og ferilskrá sendist framkvæmdastjóra Keldna til og með  8.10.2018  (netfang: starfkeldur@hi.is).
Öllum umsóknum verður svarað. 
 
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun með margþætta starfsemi.
Stofnunin sinnir grunn- og þjónusturannsóknum í líf- og læknisfræði dýra og manna.
Tilraunastöðin sinnir einnig þjónustu vegna heilbrigðiseftirlits í dýrum og eftirlits með búvöruframleiðslu.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is