Háskóli Íslands

Málþing Vísindafélags Íslendinga 7. apríl kl.13:30 í Safnahúsi

Í tilefni af aldarafmæli Vísindafélags Íslendinga á árinu stendur til að halda röð málþinga um vísindi og samfélag. Hlutdeild vísindanna í íslenskri menningu frá fullveldi verður m.a. skoðuð en félagið var stofnað 1. desember 2018, sama dag og Ísland varð fullvalda ríki. 
 
Fyrsta málþingið Veirur og vísindasaga verður haldið laugardaginn 7. apríl kl. 13.30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þar verður sjónum beint að veirum og íslenskri vísindasögu. 
 
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus, fjallar um sögu íslenskra vísinda á síðustu öld. 
Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, segir frá arfleifð Björns Sigurðssonar sem kom á fót Tilraunastöðinni að Keldum og gerði merkar rannsóknir á mæði-visnuveirunni í sauðfé sem reyndust löngu síðar ómetanlegar við rannsóknir á HIV-veirunni.
Valgerður Andrésdóttir, sameindalíffræðingur á Keldum, gerir síðan grein fyrir nýlegum rannsóknum á mæði-visnuveiru og tekur dæmi um hvernig þær hafa nýst til skilnings á HIV-veirunni og í baráttunni við hana.
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is