Háskóli Íslands

Nýr dýralæknir á Keldum

Kristín Björg Guðmundsdóttir dýralæknir hefur frá og með 1.janúar 2018 tekið við starfi Eggerts Gunnarssonar sem sérfræðidýralæknir með áherslu á bakteríufræði.
Mun Kristín Björg starfa á Sýkladeild og vinna að verkefnum Keldna varðandi greiningar á dýrasjúkdómum, uppbyggingu og þróun grunn- og þjónustuverkefna, viðbragðsáætlunum vegna smitsjúkdóma og verkefnum þeim tengdum.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is