Háskóli Íslands

Margrét Guðnadóttir veirufræðingur er látin

Mar­grét Guðna­dótt­ir, veiru­fræðing­ur og pró­fess­or við Há­skóla Íslands, lést á Land­spít­al­an­um þann 2. janúar s.l.. Hún var á 89. ald­ursári.
 
Mar­grét Guðmunda Guðna­dótt­ir fædd­ist 7. júlí 1929 í Landa­koti á Vatns­leysu­strönd. For­eldr­ar henn­ar voru Guðni Ein­ars­son, bóndi og sjó­maður, og Guðríður Andrés­dótt­ir hús­freyja.
 
Hún lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1949 og lækn­is­prófi frá Há­skóla Íslands 1956. Hún stundaði sér­fræðinám í veiru­fræði hjá dr. Birni Sig­urðssyni við Til­rauna­stöð Há­skóla Íslands í meina­fræði á Keld­um og stundaði rann­sókn­ir á mænu­sótt og ár­angri mænu­sótt­ar­bólu­setn­ing­ar á Íslandi við rann­sókn­ar- og mennta­stofn­an­ir í Englandi og Banda­ríkj­un­um. Hún stundaði sér­fræðinám í veiru­fræði við Yale-há­skóla á ár­un­um 1958 til 1960.
 
Mar­grét starfaði sem veiru­fræðing­ur á Keld­um frá 1960 til 1969 og síðan sem pró­fess­or í sýkla­fræði við lækna­deild Há­skóla Íslands þar til hún lét af störfum fyr­ir ald­urs sak­ir árið 1999. Hún var fyrsta kon­an sem skipuð var pró­fess­or við Há­skól­ann. Hún kom á fót Rann­sókn­ar­stofu Há­skól­ans í veiru­fræði við Land­spít­al­ann árið 1974 og hafði um­sjón með starf­semi henn­ar til árs­ins 1994.
 
Mar­grét rann­sakaði meðal ann­ars hæg­genga veiru­sjúk­dóma í sauðfé, eðli visnu-mæðiveiru­sýk­ing­ar og gerð bólu­efn­is gegn þeirri sýk­ingu. Niður­stöður henn­ar vöktu eft­ir­tekt í alþjóðlega vís­inda­heim­in­um. Hún var sæmd heiðurs­doktors­nafn­bót við lækna­deild Há­skóla Íslands árið 2011 fyr­ir vís­inda­fram­lag á sviði veiru­fræði og grein­ing­ar veiru­sýk­inga.
 
Börn Mar­grét­ar eru Guðni Kjart­an Franz­son, klar­in­ett­leik­ari og tón­list­ar­kenn­ari, og Ey­dís Lára Franzdótt­ir, óbóleik­ari og tón­list­ar­kenn­ari.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is