Háskóli Íslands

Hafnar eru rannsóknir á lungnaormum í sauðfé á Íslandi

Um er að ræða námsverkefni Hrafnkötlu Eiríksdóttur við Kaupmannahafnarháskóla undir stjórn Stig Milan Thamsborg, en meðleiðbeinandi á Íslandi er Karl Skírnisson, sníkjudýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum.
Fyrstu sýnin sem sett voru upp til skoðunar á Keldum komu voru tekin á þremur sauðfjárbýlum í Húnavatnssýslu.
Myndin sýnir Hrafnkötlu með aðstoðarmanni sínum, Pétri Halldórssyni, eftir að saursýni höfðu verið sett upp í sérstök niðurmjókkandi glös þar sem lungnaormalirfur, séu þær til staðar í kindinni, falla til botns. Þar er lirfunum safnað, tegundirnar greindar og lirfurnar taldar til að hægt sé að meta smitmagn í kindinni.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is