Háskóli Íslands

Fræðsluerindi fimmtudaginn 16.nóvember kl.12:20

Fyrirlesari: Jóhann Arnfinnsson, verkefnisstjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.
Heiti erindis: Nóbelsverðlaun í efnafræði 2017. „Cryo-electron microscopy“ Tækniframfarir varðandi skoðun á lífsameindum í rafeindasmásjá. Ný rafeindasmásjá Lífvísindaseturs og notkunarmöguleikar.
 
Sagt verður lítillega frá Nóbelsverðlaunum í efnafræði, en þau hlutu Jacques Dubochet (Háskólanum í Lausanne, Sviss), Joachim Frank (Columbia Háskólanum, New York, USA) og  Richard Henderson (MRC Laboratory of Molecular Biology, Cambridge, UK). 
Verðlaunin í ár eru veitt þeim félögum fyrir þróun og notkun á nýrri rafeindasmásjártækni „cryo-electron microscopy“ til að mynda þrívíddarbyggingu lífsameinda í mjög hárri upplausn.
Einnig verður sagt frá rafeindasmásjá Lífvísindaseturs og tilheyrandi búnaði og hvað hægt er að gera með honum. 
 
Erindið verður haldið fimmtudaginn 16. nóvember kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is