Háskóli Íslands

Laust starf til umsóknar - Dýralæknir með áherslu á bakeríufræði

Laust er til umsóknar starf dýralæknis á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Dýralæknir sem ráðinn verður í starfið mun starfa á Sýkladeild og vinna að verkefnum Keldna varðandi greiningar á dýrasjúkdómum, uppbyggingu og þróun grunn- og þjónustuverkefna, viðbragðsáætlunum vegna  smitsjúkdóma og verkefnum þeim tengdum. 
Tilraunastöðin starfar m.a. sem innlend tilvísunarrannsóknastofa fyrir Campylobacter og sýklalyfjanæmi og tekur starfið á deildinni mið af því.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is