Háskóli Íslands

Rannsóknarstörf í Húsdýragarðinum í Reykjavík

Sunnudaginn 27. ágúst var safnað blóðögðusýnum í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum. Þar var sundmannakláðinn fyrst greindur 1997 eða fyrir réttum 20 árum. Síðan þá er búið að rannsaka blóðögðufánu landsins ítarlega og finna fjöldann allan af nýjum tegundum. 
Lirfur blóðagðanna synda um í vatninu og orsaka sundmannakláða þegar þær rjúfa sér leið í gegn um húð manna. Það gerist þegar þær  mistaka sig á mannshúð og sundfitum fugla. Ein kláðabóla myndast eftir hverja lirfu sem nær að rjúfa sér leið inn í húðina.
Á myndinni eru Simona Georgieva og Anna Faltinkova frá háskólanum í Ceske Budejovice í Tékklandi með Karli Skírnissyni frá Tilraunastöðinn á Keldum
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is