Háskóli Íslands

Ársskýrslan 2016 er komin út

Ársskýrsla Tilraunastöðvar H.Í. í meinafræði að Keldum fyrir árið 2016 er komin út.

Skýrsluna má nálgast hér á rafrænu PDF sniði (481 kb).

Ársskýrsla 2016 

Myndir á forsíðu ársskýrslunnar eru frá rannsóknum á Keldum.
 
Efri-vinstri:
Flúrlitað sýni sem sýnir sníkjusveppinn Nucleospora cyclopteri sem sýkir kjarna eitilfrumna í hrognkelsum. Til vinstri á myndinni má sjá að kjarni eitilfrumunnar er sýktur með fjölmörgum gróum. Til hægri á myndinni er eðlilegt rautt blóðkorn. Nucleospora cyclopteri veldur umfangsmiklu vefjadrepi í nýrum fiskanna sem verður a.m.k. hundraðfalt stærra en eðlilegt nýra.
Mynd tekin af Árna Kristmundssyni.
 
Efri-hægri:
Hnúðabólga í lifur á hrossi sem var með Mycobacterium avium subsp. avium sýkingu. Lifrarsneið lituð með Ziehl-Neelsen aðferð sem sýnir sýrufastar stafbakteríur í átfrumum og fjölkjarna bólgufrumum.
Mynd tekin af Ólöfu Sigurðardóttur. 
 
Neðri-vinstri:
Heilasýni úr kind með klassíska riðu. Heilasneið lituð með mótefni gegn umbreyttu príon próteini (PrPSc, brúnn litur) sem er að finna í taugafrumum og taugaló (e. neuropil). Mynd tekin af Ólöfu Sigurðardóttur.
 
Neðri-hægri:
Rafeindasmásjármynd af Kudoa islandica sem er smásætt (ca. 6/1000 úr mm) en fjölfruma sníkjudýr af fylkingu Myxozoa, og skylt holdýrum (marglyttum). Myndin sýnir að dýrið samanstendur af fjórum hólfum og innan í hverju hólfi eru þræðir sem dýrið skýtur út til að festa sig við hýsilfrumur. K. islandica sýkir vöðva steinbíts, hlýra og hrognkelsa og veldur fyrirbæri sem kallast „post mortem myoliquefaction“ sem orsakar það að vöðvinn/flakið leysist upp eftir að fiskurinn drepst og afurðin ónýtist.
Mynd tekin af Árna Kristmundssyni. 
 
 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is