Háskóli Íslands

Ný grein komin út í Icelandic Agricultural Sciences

Ný grein, sú fimmta í röðinni í hefti 30/2017, alþjóðleg vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences er komin út

Greinin er eftir GINTARAS ŠIAUDINIS, INGA LIAUDANSKIENĖ og ALVYRA ŠLEPETIENĖ og ber titilinn Changes in soil carbon, nitrogen and sulphur content as influenced by liming and nitrogen fertilization of three energy crops

Íslenskur titill gæti verið „Áhrif köfnunarefnisáburðar og kölkunar á kolefni, köfnunarefni og brennistein í jarðvegi við ræktun á orkuplöntum.“

Höfundar gerðu tilraun með þrjár fjölærar jurtir; malurt, bollafífil og moskusrós, sem þeir ræktuðu sem orkuplöntur í Litháen. Metin voru áhrif kölkunar og köfnunarefnisáburðargjafar á heildarmagn kolefnis, köfnunarefnis og brennisteins í jarðvegi. Tilraunin var gerð á frekar ófrjósömum jarðvegi sem er súr að upplagi og erfiður til annarrar ræktunar. Höfundar greinarinnar  fylgdust með ofangreindum efnum í jarðveginum tvö ár í röð og fundu að magn þeirra jókst, sérstaklega þar sem bolafífill og moskusrós voru ræktuð.

Það er fróðlegt að fá svona grein í IAS frá einu af nágrannalöndum okkar, þar sem farnar eru óhefðbundnar  leiðir við val á jurtum til ræktunar, ræktun þar sem uppskeran er nýtt til orkuframleiðslu og um leið kannað hvort binda megi kolefni í jarðvegi í leiðinni.

Greinina má nálgast hér

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is