Háskóli Íslands

Ný grein komin út í Icelandic Agricultural Sciences

Ný grein, sú fjórða í röðinni í hefti 30/2017, alþjóðlega vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences er komin út.

Greinin er eftir Jonathan Willow og ber titilinn Case study on forage plants of the heath bumblebee (Bombus jonellus) in southwest Iceland

Þetta er stutt grein og á íslensku mundi hún nefnast „Athugun á plöntuvali móhumlu (Bombus jonellus) á Suðvesturlandi“. Athugun var gerð á tveimur stöðum, í Heiðmörk og við Vífilsstaðavatn, sumarið 2016. Fyrri hluta sumars nærðist móhumlan (hunangsflugan, villibýflugan) aðallega á blóðbergi og fjalldalafífli, lítillega á blágresi og sáralítið á nokkrum öðrum plöntutegundum. Seinni part sumars var meira úrval af blómstrandi plöntum og fæðuvalið var þá ekki eins einsleitt. Þá nærðist móhumlan aðallega á engjarós, umfeðmingi, beitilyngi, blóðbergi, skarfífli og gullkolli. Rannsóknin sýndi greinilegan mun á plöntuvali móhumlu milli fyrirparts sumars og síðsumars og að hún nýtir sér fjölbreytni blómplantna mólendisins síðsumars.

Þessa áhugaverðu grein má nálgast hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is