Háskóli Íslands

Fræðsluerindi fimmtudaginn 27. apríl 2017, kl. 12:20

Fyrirlesari: Sigríður Rut Franzdóttir, lektor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.

Heiti erindis: Hlutverk Pontin og Reptin í þroskun taugakerfis.

Próteinin Pontin og Reptin (RUVBL1 og 2 í manni) eru meðal grunnþátta heilkjarna fruma og koma víða við sögu í starfssemi þeirra. Í fyrirlestrinum verður fjallað um próteinin, þekkt hlutverk þeirra og rannsóknir okkar á sértækari hlutverkum í taugakerfi. Ávaxtaflugan hefur lengi verið vinsæl til rannsókna í lífvísindum og skilningur manna á eiginleikum margra helstu þátta þroskunar og frumulíffræði er þaðan kominn. Pontin og Reptin hafa meðal annars áhrif á frumuskiptingar og því getur verið erfitt að rannsaka önnur hlutverk þeirra. Við komust að hluta til fyrir þetta með því að bæla tjáningu í taugafrumum sem lokið hafa síðustu skiptingu. Auk þess nýtum við okkur þau erfðafræðilegu tæki sem þróuð hafa verið til rannsókna í flugunni til að svara spurningum er varða samskipti Pontin og Reptin við aðra þætti í frumum.

Erindið verður haldið fimmtudaginn 27. apríl kl. 12:20, í bókasafni Tilraunastöðvarinnar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is