Háskóli Íslands

Forvarnir í þorskeldi

Doktorsnemi: Hélène L. Lauzon, MS matvælafræðingur, verkefnisstjóri hjá Matis ohf. Leiðbeinendur: Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir. PhD nefnd: Sigríður Guðmundsdóttir, formaður, Ólafur S. Andrésson, Ragnar Jóhannsson og Seppo Salminen. Nám hófst í október 2005.

Mikil afföll eru á fyrstu stigum í þorskeldi. Meginmarkmið verkefnisins er að auka hagkvæmni í stríðeldi þorsks hérlendis með því að auka lifun hrogna/lirfa og stuðla að auknum vexti lirfa í startfóðrun. Unnið er að þróun forvarna til að stýra þeim þáttum sem hafa áhrif á afkomu lirfa. Áhersla er lögð á að greina og einangra æskilegar bakteríur úr eldisumhverfinu og kanna ónæmisörvandi áhrifa þeirra á lirfur/seiði. Einnig er leitað leiða til að auka og viðhalda vexti æskilegra baktería og þróa forvarnir sem hindra vöxt óæskilegra baktería og leiða til þess að ásættanlegt efna- og líffræðilegt jafnvægi náist í eldisumhverfi lirfanna.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is