Háskóli Íslands

Fisksjúkdómadeild

Rannsóknadeild fisksjúkdóma

Undir þjónusturannsóknir á deildinni falla almennar sjúkdómsgreiningar og reglubundið heilbrigðiseftirlit með alifiskum.

 Auk þessa eru einnig verkefni tengd heilbrigði villifiska í ferskvatni og sjó, skeldýra og einnig ýmiskonar ráðgjöf..

Verkefnin eru unnin í þágu embættis yfirdýralæknis og í samvinnu við dýralækni fisksjúkdóma, fiskeldismanna, ýmissa annarra hagsmunaaðila t.d. veiðiréttareigenda, stangveiðimanna og þeim er tengjast sjávarútvegi.

Meginhluti sýna sem berast til rannsókna koma úr fiskeldisstöðvum, en einnig eru sendir inn sjúkir villtir fiskar úr ám, vötnum og sjó.

Sjúkdómsgreiningar byggja á margþættri aðferðafræði, svo sem meinafræði og alhliða sýklarannsókn. Rannsóknaniðurstöður eru síðan forsenda, sem aðgerðir til að varna útbreiðslu sjúkdóms byggja á.

Reglubundið heilbrigðiseftirlit miðar að því að leita markvisst að ákveðnum sýklum í úrtaki fiska til þess m.a. að hefta smitdreifingu milli kynslóða. Hér er um að ræða sýkla sem líkur eru á að geti borist milli kynslóða, t.d með hrognum (þrátt fyrir sótthreinsun þeirra) frá sýktu foreldri. Slíkar rannsóknir eru oft forsenda fyrir útgáfu heilbrigðisvottorða og sölu eldisafurða á milli svæða.

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is