Háskóli Íslands

Faggilding

Faggilding prófana

Þann 8. júní 2006 tók Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum við yfirlýsingu SWEDAC (Swedish Board for Accreditation and Conformity Assessment) því til staðfestingar, að nokkrar prófunaraðferðir hefðu fengið faggildingu.

SWEDAC uppfyllir öll skilyrði sem European co-operation for Accreditation (EA) gerir til óháðra úttekaraðila og byggir úttekt sína til faggildingar á samningi, sem faggildingarstofur innan EA hafa gert með sér, um gagnkvæma viðurkenningu á skýrslum og vottorðum frá faggiltum fyrirtækjum, og að allir aðilar samningsins geri jafngildar kröfur til faggildingar.
Faggilding er samkvæmt kröfum alþjóðlega gæðastaðalsins IST EN ISO/IEC 17025 um hæfni og starfsemi prófunarstofa.

Með faggildingu prófunaraðferða eru uppfylltar allar kröfur alþjóðlega gæðastaðalsins IST EN ISO/IEC 17025 um hæfni og starfsemi prófunarstofa. Ennfremur eru uppfyllt ákvæði reglugerðar nr. 351 frá 1993, þar sem kveðið er á um að rannsóknastofur sem sinna rannsóknum í tengslum við opinbert eftirlit, skuli faggilda prófunaraðferðir sínar.

Gæðastaðallinn IST EN ISO/IEC 17025 um hæfni og starfsemi prófunarstofa, gerir m.a. kröfu til þess að unnið sé samkvæmt Gæðakerfi, sem skjalfest sé í Gæðahandbók, að unnið sé samkvæmt kerfisbundnum og skilgreindum aðferðum við stjórnun gæðamála, og að skrifaðar séu verklagsreglur fyrir alla þætti prófunar sem staðallinn tekur til.
Gæðakerfi Tilraunastöðvarinnar er skjalfest í rafræna Gæðahandbók Focal.

Faggilding á að tryggja að þjónusta rannsóknastofunnar mæti væntingum viðskiptamanna hvað varðar gæði, hæfni, öryggi og afgreiðsluhraða.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is