Háskóli Íslands

Bólusetning um slímhúð munns með byggi sem tjáir ofnæmisvaka

Þrír ofnæmisvakar hafa verið tjáðir í byggi í samstarfi við ORF Líftækni. Þeir reynast ekki síðri í ónæmisprófum en vakar framleiddir í E. coli og skordýrafrumum. Aðferð hefur verið þróuð til að meðhöndla hross með endurröðuðu byggmjöli um slímhúð munns. Heilbrigðir hestar meðhöndlaðir með endurröðuðu byggi mynduðu ofnæmisvaka sérhæfð mótefni sem gátu að hluta hindrað IgE bindingu við ofnæmisvakann.
Niðurstöðurnar voru birtar í grein eftir Sigríði Jónsdóttur og fleiri í Equine Veterinary Journal 2017. 

Oral administration of transgenic barley expressing a Culicoides allergen induces specific antibody response.

Í samstarfi við Cornell háskóla, Íþöku, BNA eru hafnar tilraunir þar sem reynt er að afnæma sumarexemshesta sem eru með ofnæmi gegn vökunum sem eru tjáðir í byggi. Í tengslum við þetta er unnið að því að rannsaka ónæmisvef í munnholi hrossa.
 
Ef rannsóknarstyrkir fást verða fjórir aðalofnæmisvakar í viðbót tjáðir í byggi. Meðferð sem þegar er hafin í Cornell verður útvíkkuð og aukin en hún er gerð á íslenskum tilraunahestum með sumarexem.
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is