Háskóli Íslands

Bólusetning hesta með endurröðuðum ofnæmisvökum í ónæmisglæði - áskorun

Bólusetning gegn ofnæmi: Ofnæmi er yfirdrifið ónæmissvar gegn próteinum (ofnæmisvökum) á Th2 braut með IgE mótefnaframleiðslu. Bóluefninu er ætlað að stýra ónæmissvari gegn ofnæmisvökunum á Th1 braut, efla T-stýrifrumur og koma í veg fyrir IgE framleiðslu. Bóluefnablandan er samsett úr enduröðuðum hreinsuðum ofnæmisvökum og ónæmisglæði sem á að stýra svarinu á Th1 braut.
 
Ofnæmisvakar: Yfir 20 mismunandi ofnæmisvakar ættaðir úr munnvatnskirtlum smámýstegunda hafa verið einangraðir og tjáðir í E. coli, sumir í skordýrafrumum og þrír í byggi (Langner et al., 2009; Schaffartzik et al., 2010; Schaffartzik et al., 2011; Peeters et al., 2013; van der Meide et al., 2013, Jonsdottir et al. 2018). Mikilvægi vakanna mismikið og til þess að ákvarða vakana sem nota á í endanlegt tilraunabóluefni var gerð kortlagning með örflögutækni (Component-resolved microarray analysis). Prófuð voru sermi úr nokkur hundruð sumarexemhestum og heilbrigðum samanburðarhestum á rúmlega 20 mismunandi ofnæmisvökum (handrit sent til birtingar). Byggt á þessum niðurstöðum voru notaðir níu aðalofnæmisvakar í bóluefnið. 
 
 
Ónæmisglæðar og sprautunarstaður: Ónæmisglæðar eru efni sem blandað er í ofnæmisvakana til þess að efla og stýra ónæmissvarinu. Þeir eru notaðir bæði í bólusetningum og afnæmingum. Okkur hefur tekist að Th1 miða ónæmissvar gegn ofnæmisvökum með ónæmisglæðinum IC31 (Jonsdottir et al., 2015) og með alum/MPLA glæðablöndu (Jonsdottir et al., 2016) með því að sprauta blöndunni í eitla og er það án aukaverkana. Eitlar eru verkstöðvar ónæmiskerfisins og í mönnum hefur verið sýnt fram á að með því að sprauta í eitla má fá mjög öflugt svar og það á stuttum tíma með litlu magni af ofnæmisvökum. Sprautun í eitla reynist líkt og í fólki mjög öflug í hestum en er frekar erfið í framkvæmd. Þess vegna var sprautun í eitla með ofnæmisvökum í alum/MPLA borin saman við sprautun undir húð (Stefánsdóttir et al., handrit í vinnslu).

 

Áskorun - prófun á bólusetningu

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is