Háskóli Íslands

Bókasafn

 Aðdragandann að stofnun bókasafnins að Keldum má rekja allt til ársins 1946 er Björn Sigurðsson var skipaður forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar.  Þá þegar hófst hann handa við að kaupa bækur og tímarit. Í upphafi var safnið í nokkrum hillum hjá Háskóla Íslands en þegar starfsemi Keldna hófst 1948 var bókakosturinn fluttur að Keldum. Björn Sigurðsson fylgdist vel með því markverðasta sem gefið var út á þessum árum og Rockefeller-stofnunin í Bandaríkjunum veitti stofnuninni styrk og gerði henni kleift að eignast mikilvægar bækur og tímarit þannig að safnkostur Keldna þótti einstakur hér á landi á þessum árum. Bókavörður safnsins fyrstu árin var Páll Sigurðsson. Hann hafði áður starfað sem aðstoðarmaður Björns og kom með honum að Keldum. Páll vann við ýmis störf önnur t.d. ljósmyndun og bóluefnaframleiðslu þar til hann lét af störfum er hann varð sjötugur 1995, Páll lést skömmu síðar. Þorsteinn Þorsteinsson, lífefnafræðingur, frá Húsafelli, sá m.a. um skráningu á ýmsum sérprentum, bréfum og skjölum. Þorsteinn lét af störfum í árslok 1996.  Núverandi húsnæði safnsins var tekið í notkun um 1965, er það enn í óbreyttri mynd og hefur verið friðað.

 

Ýmsar  krækjur:

Um Keldur:   
Bókasafnið að Keldum
Listaverk og munir
Björn Sigurðsson
Gamlar Keldnamyndir
Tímarit
Íslensk sérprent
Greinasafn
Bækur Keldna
Riðugreinar
Visnugreinar
Ritgerðir- Fisksjúkdómadeild

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is