Háskóli Íslands

Bakteríuflóra í statfóðrun lúðulirfa

Doktorsnemi: Rannveig Björnsdóttir, Cand. scient í ónæmisfræði og fisksjúkdómum deildarstjóri hjá Matís ohf. og lektor við Háskólann á Akureyri.
Leiðbeinandi: Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir. Aðrir í PhD nefnd: Jakob Kristjánsson, PhD, framkvæmdastjóri, Sjöfn Sigurgísladóttir PhD forstjóri Matís ohf., Helgi Thorarensen, PhD, prófessor Háskólanum á Hólum. Nám hófst í september 2004.

Mikil afföll eru vandamál á fyrstu stigum lúðueldis. Markmið verkefnisins er að kortleggja fjölbreytileika bakteríuflóru á fyrstu stigum lúðueldis og tengja mynstur flóru vexti og afkomu lirfa úr eldinu. Unnið er að því að greina bæði ræktanlega bakteríuflóru og flóru sem greind er með sameindafræðilegum aðferðum. Könnuð eru áhrif mismunandi meðhöndlunar fóðurdýra og lirfa á heildarfjölda og samsetningu bakteríuflóru eldisins og hvernig það hefur áhrif á afkomu lirfa í startfóðrun. Jafnframt eru gerðar tilraunir til að breyta bakteríuflóru fóðurdýra og eldisumhverfis lirfa með valinni blöndu æskilegra baktería og áhrif þess á afkomu lirfa könnuð.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is